Einar Baldvin Baldvinsson (Kristinn Steinn Traustason)
Einar Baldvin Baldvinsson leikmaður Aftureldingar fór meiddur af velli í miðjum leik liðsins gegn KA á fimmtudagskvöldið eftir frábæra frammistöðu. Einar Baldvin var með 46% markvörslu þegar hann lauk leik í níu marka sigri liðsins á KA. Stefán Árnason þjálfari KA var spurður út í meiðslin á Einari Baldvini í viðtali eftir leikinn. ,,Hann fékk eitthvað aðeins í hnéð. Hann hefði alveg getað spilað áfram en við ákváðum að taka enga sénsa. Síðan kíkir hann til sjúkraþjálfara en ég held að þetta sé ekki neitt alvarlegt," sagði Stefán Árnason í viðtali við Handkastið eftir leikinn. Afturelding er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina í Olís-deildinni en liðið mætir ÍR í 4.umferðinni næstkomandi fimmtudag klukkan 19:00 í Skógarselinu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.