Norðurlöndin: Íslendingaliðin með góða sigra
Tvis Holstebro)

Arnór Atlason (Tvis Holstebro)

Í dag og kvöld fóru fram nokkrir leikir á Norðurlöndunum þar sem Íslendingaliðin voru að gera góða hluti en í Danmörku fór fram einn leikur en þá mætti TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar og Jóhannes Berg Andrason leikur með, liði Skjern á heimavelli. Holstebro unnu góðan sigur 29-26 þar sem Jóhannes Berg skoraði tvö mörk úr sex skotum og gaf eina stoðsendingu.

Í Noregi fóru fram fjórir leikir þar sem Íslendingar komu við sögu í þremur þeirra. Meistararnir í Kolstad héldu áfram góðri byrjun sinni og unnu þriðja leikinn í röð þegar þeir fengu Follo HK í heimsókn, lokatölur urðu 36-21 fyrir heimamönnum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum og var þar að auki með þrjár stoðsendingar á meðan bróðir hans, Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark úr einu skoti og bætti við einni stoðsendingu. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki með, líklega hvíldur fyrir meistaradeildarleik sem framundan er næstkomandi miðvikudagskvöld.

Elverum með Tryggva Þórisson innanborðs unnu nokkuð þægilegan útisigur á Nærbø, 20-29 en Tryggvi skoraði eitt mark úr einu skoti og lét að auki finna vel fyrir sér í vörninni og fékk eina brottvísun.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og félagar í Sandefjord gerðu jafntefli á útivelli við Halden, 26-26 en Þorsteinn Gauti skoraði ekki mark í leiknum úr eina skotinu sem hann tók. Á sama tíma átti Phil Döhler fyrrverandi markmaður FH flottan leik í marki Sandefjord og varði 35% af skotunum sem hann fékk á sig.

Að lokum unnu Kristiansand góðan sigur á heimavelli, 34-28 gegn liði Fjellhammer.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top