Róbert Aron fer aftur undir hnífinn
Baldur Þorgilsson)

Róbert Aron Hostert (Baldur Þorgilsson)

Róbert Aron Hostert leikmaður Vals í Olís-deild karla leikur ekkert með liðinu á næstunni en hann leggst aftur undir hnífinn í fyrramálið. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Róbert Aron fór í aðgerð á ökkla fyrr í sumar en sú aðgerð heppnaðist ekki eins og óskað var eftir og nú er ljóst að Róbert fer í aðra aðgerð á ökkla í fyrramálið.

,,Þeir verða að laga betur þarna gamalt brot í ökklanum. Ég get ekki sagt til um með bataferlið og hversu lengi ég verð frá fyrr en að aðgerðin er búin. Læknarnir eru ekki vissir hversu mikil þessi aðgerð verður," sagði Róbert Aron í samtali við Handkastið.

,,Í besta falli verð ég frá í 3-4 vikur en í versta falli spila ég ekkert fyrir áramót og verð vonandi klár eftir landsleikjapásuna," sagði Róbert.

Valur fer norður á Akureyri og mætir þar Þór í 3.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi fimmtudag.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top