Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson (Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson leikmaður Fjölnis fór gjörsamlega á kostum í leik liðsins gegn Víkingi 2.umferð Grill66-deildarinnar á föstudagskvöldið. Liðin gerðu jafntefli 32-32 en Aðalsteinn Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði hvorki fleiri né færri en 18 mörk í leiknum. Fjölnismenn hafa tekið mörk Aðalsteins saman og birt á samfélagsmiðlum sínum. Hér að neðan er hægt að sjá öll átján mörk Aðalsteins í jafnteflinu gegn Víkingi á föstudagskvöldið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.