Aron Pálmarsson (J.Long)
Aron Pálmarsson lagði handboltaskóna sína á hilluna í sumar eftir langan og afar farsælan feril. Hann er nú sérlegur faglegur ráðgjafi handknattleiksdeildar FH. Aron var í viðtali við Hörð Magnússon þáttastjórnanda Handboltahallarinnar - en Handboltahöllinn er uppgjörsþáttur Olís-deildanna sem sýndur er í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld. Þeir Hörður og Aron fóru yfir ýmislegt í viðtalinu sem tengdist Olís-deildinni en þar var Aron meðal annars spurður út styrk deildarinnar og hvað honum finnist um hana. ,,Þetta er passion league og hún er hörð. Leikmen vilja gera rosa vel en stundum getur kappið aðeins farið framúr gæðunum. En mér finnst góða við það hér á Íslandi að liðin eru að treysta á unga leikmenn," sagði Aron og hélt áfram. ,,Við sjáum marga unga og spennandi leikmenn í deildinni og við höfum verið þekkt fyrir það að stóru félögin í Evrópu horfa hingað á þessa deild." ,,Mér finnst ég alltaf vera að sjá ný og ný andlit í eitt til tvö ár og síðan eru þeir komnir í flott félög úti. Það er gaman að fylgjast með þessari deild," sagði Aron meðal annars. Viðtalið við Aron í Handboltahöllinni er hægt að sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.