Björn Viðar Björnsson (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Fjórir leikir verða leiknir í 32-liða úrslitum Powerade-bikars karla en einn leikur fer fram í kvöld þegar ÍBV 2 tekur á móti Grill66-deildarliði Harðar. ÍBV 2 er eina liðið sem tekur þátt í bikarnum í ár sem ekki leikur í deildarkeppni en öll hin liðin leika í Olís, Grill66 eða 2.deildinni. Í viðtali við Eyjafréttir sagði Fannar Friðgeirsson meðal annars að liðið stefndi á að komast í Final 4. Þrír leikir fara fram annað kvöld: 18:30 Víðir - Grótta Eyjafréttir hafa gefið út leikmannahóp ÍBV 2 fyrir leikinn í kvöld og þar er að finna gríðarlega reynda leikmenn sem hafa mörg ár í meistaraflokki á bakinu. Eins er þjálfarateymið ekki lakara. Það sem vekur hinsvegar athygli er að hópurinn er skipaður 17 leikmönnum en einungis 16 leikmenn mega vera á skýrslu. Það verður því einn af þessum leikmönnum að bíta í það súra epli að vera utan hóps. Það verður því vandasamt verk fyrir þjálfarateymið að velja lokahópinn. Markverðir Aðrir leikmenn Starfsmenn Starfsmaður A (aðalþjálfari) Logi Snædal Jónsson Leikurinn hefst kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fer leikurinn fram í gamla salnum.
19:30 Fjölnir - Hvíti riddarinn
20:00 ÍH - Víkingur
Björn Viðar Björnsson (106/3)
Hjörvar Gunnarsson (6/0)
Adam Smári Sigfússon (5/4)
Andri Kristinsson (0/0)
Aron Heiðar Guðmundsson (0/0)
Bergvin Haraldsson (32/14)
Daði Magnússon (16/9)
Fannar Friðgeirsson (74/172)
Gabríel Martínes Róbertsson (169/270)
Garðar B. Sigurjónsson (0/0)
Guðmundur Ásgeir Grétarsson (fyrirliði) (128/358)
Óttar Steingrímsson (41/36)
Sigurður Bragason (353/1030)
Sindri Georgsson (7/1)
Sæþór Garðarsson (0/0)
Theódór Sigurbjörnsson (286/1357)
Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson (0/0)
Starfsmaður B (aðstoðarþjálfari) Hilmar Ágúst Björnsson
Starfsmaður C (samskipti við fjölmiðla) Sigurbergur Sveinsson
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.