Landsliðið leikur í nýjum treyjum á næstu stórmótum
JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Óðinn Þór leikur í nýrri treyju í janúar. (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Bæði kvennalandslið og karlalandslið Íslands leikur í nýjum keppnistreyjum frá Adidas á komandi stórmótum. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ við Handkastið fyrir helgi.

Í nóvember á síðasta ári kynnti HSÍ nýjan landsliðsbúning sem kvennalandsliðið lék í á EM í fyrra og karlalandsliðið á HM í janúar á þessu ári. Róbert Geir hefur nú staðfest að landsliðin leika í nýjum treyjum á komandi stórmótum.

Íslenska landsliðið er einungis eitt af þremur handboltalandsliðum sem klæðast adidas treyjum en auk Íslands leikur Frakkland og Ungverjar í Adidas treyjum. Áður hafði handboltalandslið Íslands leikið í Kempa treyjum í 20 ár.

Róbert Geir sagði að það hafi ekki staðið til frá fyrsta degi að skipta um keppnistreyjur eftir einungis eitt ár en þar sem sölutreyjurnar svokölluðu höfðu aldrei verið fáanlegar hafði verið tekin ákvörðun að skipta strax yfir í nýjar keppnistreyjur þar sem gera má ráð fyrir að sölutreyjurnar svokölluðu í nýrri handboltalínu Adidas verði fáanlegar í næsta mánuði.

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á HM í Þýskalandi 26. nóvember og leikur þar í riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Róbert gerir fastlega ráð fyrir því að nýjar keppnistreyjur íslenska landsliðið verði fáanlegar áður en HM kvenna hefst í lok nóvember.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top