Allt eftir bókinni í bikarnum – Grótta, Víkingur og Fjölnir áfram

HSI_1024X768_PoweradeBikarinn.png (

Í kvöld fóru fram þrír leikir í Powerade bikar karla þar sem sæti í 16-liða úrslitum var í húfi.

Grótta gerði góða ferð í Garðinn þar sem þeir sigruðu Víðismenn örugglega, 30-41, í fyrsta leik kvöldsins.

Grótta hafði mikla yfirburði frá upphafi og voru níu mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður en leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-21. Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik þar sem Víðir náðu aldrei að ógna Gróttumönnum sem tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum.

Víðir - Grótta 31-40 (14-21)

Markaskorun Víðis: Orfeus Andreou 9, Kornel Dziedzic 8, Tymon Ponto 6, Szymon Kowal 5, Szymon Bykowski 2

Markvarsla Víðis: Jacek Kowal 11, Jan Widera 4.

Markaskorun Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 6, Tómas Bragi Starrason 6, Bessi Teitsson 6, Sæþór Atlason 5, Kári Kvaran 3, Sigurður Sæmundsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Gísli Örn Alfreðsson 2, Alex Kári Þórhallsson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Hannes Grimm 1, Antoine Óskar Pantano 1, Sverrir Arnar Hjaltason 1.

Markvarsla Gróttu: Þórður Magnús Árnason 8, Hannes Pétur Hauksson 2.

Í Egilshöllinni mættust Fjölnir og Hvíti-Riddarinn þar sem heimamenn unnu öruggan níu marka sigur, 35-26.

Fjölnir byrjaði leikinn af krafti og hélt Mosfellingunum í öruggri fjarlægð allan leikinn þar sem hálfleikstölur voru 15-8. Öruggur sigur Fjölnismanna staðreynd þar sem Bergur Bjartmars fór fyrir heimamönnum.

Fjölnir - Hvíti Riddarinn 35-26 (15-8)

Markaskorun Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson 6, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 5, Alex Máni Oddnýjarson 5, Darri Þór Guðnason 4, Heiðmar Örn Björgvinsson 4, Guðjón Snær Traustason 4, Hilmir Kristjánsson 2, Óli Fannar Pedersen 2, Victor Máni Matthíasson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.

Markvarsla Fjölnis: Bergur Bjartmarsson 16, Pétur Þór Óskarsson 1.

Markaskorun Hvíta Riddarans: Ingi Hrafn Sigurðsson 7, Bergvin Þór Gíslason 6, Einar Héðinsson 2, Böðvar Guðmundsson 2, Ágúst Atli Björgvinsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Ágúst Atli Björgvinsson 2, Eyþór Hilmarsson 2, Hilmar Ásgeirsson 1, Valur Þorsteinsson 1, Óðinn Ingi Þórarinsson 1.

Markvarsla Hvíta Riddarans: Smári Guðfinnsson 6, Björgvin Franz Björgvinsson 4.

Síðasti leikur kvöldsins var svo leikur ÍH og Víkings þar sem Víkingar tryggðu síðasta sætið í 16-liða úrslitum með 12 marka sigri á Hafnfirðingunum.

Líkt og í hinum leikjum kvöldsins var aldrei spurning hvort liðið væri á leiðinni áfram en eftir jafnræði fyrstu mínúturnar tóku Víkingar völdin og leiddu með níu mörkum í hálfleik 10-19. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og silgdu þessum sigri í höfn án vandræða.

ÍH - Víkingur 25-37 (10-19)

Markaskor ÍH: Benedikt Elvar Skarphéðinsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 4, Arnar Gauti Arnarsson 4, Veigar Snær Sigurðsson 4, Gísli Jörgen Gíslason 4, Daníel Breki Þorsteinsson 1, Benedikt Einar Helgason 1, Eyþór Örn Ólafsson 1, Kristján Rafn Oddson 1, Böðvar Snær Ragnarsson 1.

Markvarlsa ÍH: Kristján Rafn Oddsson 9, Böðvar Snær Ragnarsson 1.

Markaskor Víkings: Kristófer Snær Þorgeirsson 9, Sigurður Páll Matthíasson 8, Kristján Helgi Tómassson 6, Ásgeir Snær Vignisson 4, Felix Már Kjartansson 2, Nökkvi Gunnarsson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Rytis Kazakevicius 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Páll Þór Kolbeins 1.

Markvarsla Víkings: Stefán Huldar Stefánsson 6, Hilmar Már Ingason 1.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top