Jökull er hér í miðri mynd. (ÍR handbolti)
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins hafa Íslands- og bikarmeistarar Fram áhuga á að fá Jökul Blöndal Björnsson leikmann ÍR til sín. Jökull sem er fæddur árið 2007 er stór og stæðileg vinstri skytta sem er einnig öflugur varnarmaður en hann hefur leikið með ÍR í Olís-deildinni síðustu tvö tímabil. Jökull hefur einnig verið viðloðaðandi yngri landslið Íslands en var þó ekki í lokahóp 2006 landsliðsins sem fór á HM í sumar. Samkvæmt heimildum Handkastsins hafa Framarar áhuga á að kaupa Jökul frá ÍR en mikil álag er framundan hjá liði Fram sem leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramót. Hafa ÍR-ingar ekki mikinn áhuga á því að missa Jökul og hafa neitað viðræðum við Fram um leikmanninn sem er samningsbundinn ÍR til ársins 2028. Hafa Framarar samkvæmt heimildum Handkastsins reynt að eiga viðræður við ÍR um að kaupa Jökul eða fá hann á láni. Jökull hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum ÍR á tímabilinu með 29% skotnýtingu. ÍR mætir Haukum í 3.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 18:30.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.