Myndin tengist fréttinni ekki beint ((Kristinn Steinn Traustason)
Aganefnd HSÍ kom saman í dag og dæmdi þar Pedro Daniel Dos Santos Nunes þjálfari Harðar í eins leiks bann. Pedro sýndi af sér ódrengilegan hegðun samkvæmt aganefnd HSÍ í leik ÍBV 2 og Harðar í Poweraid bikarnum sem fram fór í Vestmannaeyjum í gær. Bann Pedro mun taka gildi 18.september. Bragi Rúnar Axelsson fékk einnig útilokun eftir leik ÍBV 2 og Harðar í gær og er það mat aganefndar að það brot geti verið meira en 1 leikur og hefur aganefnd tilkynnt skrifstofu HSÍ um málið. Hörður hefur 6 klukkustundir til að skila inn athugasemdum vegna þessara útilokunar og hefur því máli verið frestað um sólarhring. Einnig var tekið fyrir mál Ásgeirs Snæs Vignissonar leikmanns Víkings og brot hans undir lok leiks gegn Fjölni. Víking hefur verið veittur sólarhrings frestur til að skila inn greinargerð um málið en aganefndin mun koma saman aftur á morgun, 17.september og dæma í málum Ásgeirs og Braga.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.