HSÍ bíður eftir skýrslu frá dómurum leiksins
Hörður Facebook)

Hörður (Hörður Facebook)

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ sagði í samtali við Handkastið nú rétt í þessu að sambandið biði eftir nánari skýrslu frá dómurum leiks ÍBV 2 og Harðar sem fram fór í Powerade-bikarnum í gærkvöldi þar sem ÍBV 2 hafði betur 36-35.

Aðspurður hvort atvik í kringum leikinn og í kringum framkvæmd leiksins muni rata á borð aganefndar sagðist hann ekki geta sagt til um það fyrr en  HSÍ hafi nánari gögn um málið frá dómurum leiksins þeim, Gherman Bogdan og Árna Þór Þorvaldssyni.

Róbert Geir benti þó á að rauða spjaldið sem þjálfari Harðar fékk í leiknum myndi fara til aganefndar eins og aðrar brottvísanir úr öðrum leikjum í dag.

,,Ég geri ráð fyrir að fá ítarlega skýrslu frá dómurum leiksins í kringum hádegið,” sagði Róbert Geir sem staðfestir að HSÍ hafi ekki fengið formlega kvörtun frá Herði um framkvæmd leiksins.

Róbert benti síðan á að breytingar hefðu verið gerðar á síðasta ári að nú sé það ekki í höndum framkvæmdastjóra HSÍ að vísa málum til aganefndar sem ekki koma fram í skýrslum dómara heldur svokallaðrar málskotsnefnd. 

Róbert gerði ráð fyrir að sú nefnd myndi skoða atvik leiksins ef þess þyrfti.

Lesa hér:

Hvað gerðist í Eyjum í gær?

Myndskeið af því sem gerðist í gær.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top