Sverrir Pálsson (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Varnarmaðurinn Sverrir Pálsson hefur framlengt samningi sínum við nýliða Selfoss í Olís-deildinni til næstu tveggja ára. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Sverrir segist stefna á endurkomu á völlinn aftur á næstu vikum en hann gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og óvissa ríkti og framtíð hans í sumar. Sverrir hefur leikið með liði Selfoss undanfarin ár en hann hefur glímt við meiðsli á öxl í langan tíma en nú virðast þau meiðsli úr sögunni. Sverrir var lykilmaður í liði Selfoss sem vann Gróttu í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Sagði Sverrir í samtali við Handkastið að hann stefndi á endurkomu á næstu vikum. Selfoss er með eitt stig eftir tvær umferðir en liðið gerði jafntefli gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fær Fram í heimsókn næstkomandi föstudagskvöld klukkan 19:30 og verður sá leikur sýndur í beinni í Handboltapassanum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.