Þjálfari Harðar neitar öllum orðrómi um líflátshótanir
Hörður)

Pedro Nunes (Hörður)

Portúgalski þjálfari Harðar í Grill66-deild karla, Pedro Nunes segir það af og frá að hann hafi hótað dómurum leiks ÍBV 2 og Harðar lífláti. Þetta sagði hann í samtali við Handkastið í dag.

Pedro Nunes fékk rautt spjald undir lok leiks liðanna í gærkvöldi og á sennilega yfir höfði sér bann en aganefnd HSÍ tekur fyrir rauða spjald hans á fundi í dag.

Í gær greindi Handkastið frá því að samkvæmt heimildum hafi þjálfari Harðar hótað dómurum lífláti en tók það þó fram að einungis um orðróm væri um að ræða. Pedro Nunes segir það af og frá.

,,Ég sagði þetta aldrei við dómarana. Það eina sem ég sagði við dómarana var: Ég sver fyrir mín þrjú börn að ég tók leikhléið á réttum tíma," sagði Pedro Nunes þjálfari Harðar í samtali við Handkastið í dag.

,,Mér er alveg sama hvort ég vinn, geri jafntefli eða tapa. Ég vil bara spila handbolta með fólki sem deilir sömu ástríðu og virðingu og ég. Ég er vonsvikinn með það sem gerðist á milli klukkan 18:00 og 22:00 í gær," sagði Pedro Nunes meðal annars í samtali við Handkastið.

Það er nokkuð ljóst að atvikin undir lok leiks ÍBV 2 og Harðar mun draga dilk á eftir sér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top