Dregið í 16-liða úrslit Powerade-bikarsins í dag
Sævar Jónasson)

Stjarnan og ÍR verða í pottinum í dag. (Sævar Jónasson)

Í hádeginu í dag verður dregið í 16-liða úrslit Powerade bikars karla og kvenna í Minigarðinum. Drátturinn verður klukkan 12:15 og verður í beinni útsendingu á Youtube-rás HSÍ.

32-liða úrslit Powerade-bikars karla lauk í gær með þremur leikjum en fjórði leikurinn fór fram á mánudagskvöld.

Fjögur lið eru dottin út en það eru Hörður, Hvíti Riddarinn, Víðir og ÍH.

Í Powerade bikar karla eru eftirfarandi lið í pottinum:

Afturelding, FH, Fram, Haukar, HK, ÍBV, KA, Selfoss, Stjarnan, Valur, ÍR og Þór, ÍBV 2, Víkingur, Grótta og Fjölnir.

Þar sem einungis fjórtán kvennalið eru skráð í Powerade-bikar kvenna þá sitja tvö lið hjá í 16-liða úrslitunum. Íslandsmeistarar Vals sitja hjá ásamt bikarmeisturum Hauka.

Í Powerade bikar kvenna eru eftirfarandi lið í pottinum:

Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur og ÍR

16-liða úrslit kvenna verða leikin dagana 28.-29. október en karlarnir leika dagana 8.-9. nóvember.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top