Jón Bjarni hefur tekið að sér leiðtogahlutverk
J.L.Long)

Jón Bjarni Ólafsson (J.L.Long)

Frammistaða Jóns Bjarna Ólafssonar línumanns FH í sigri liðsins á Val í 2.umferð Olís-deildar karla var tekið fyrir í Handboltahöllinni í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans síðasta mánudagskvöld.

Jón Bjarni hefur verið lykilmaður í frábæru liði FH undanfarin ár en nú hefur hann tekið að sér nýtt hlutverk innan liðsins eftir að reynslu miklir leikmenn hafi horfið af braut.

,,Hann er mjög vinnusamur og aggresívur og hefur tekið að sér ákveðið leiðtogahlutverk finnst mér í vörn FH. Óli Gúst var þarna í fyrra það vantaði einhvern með honum. Hann er merð Ingvar Dag hliðin á sér sem er ungur og það verður einhver að stýra honum og sýna frumkvæði í þessum slagsmálum," sagði Einar Ingi í Handboltahöllinni og hélt áfram:

,,Hann var algjörlega geggjaður í þessum leik á báðum endum vallarins," sagði Einar Ingi.

Umfjöllun Handboltahallarinnar um Jón Bjarna er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top