Leiðtogaleysi Stjörnunnar er vandamál
Sævar Jónasson)

Hrannar Guðmundsson (Sævar Jónasson)

Stjarnan er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Olís-deild karla eftir tap gegn Val og ÍBV í fyrstu tveimur umferðunum. Framundan er heimaleikur gegn HK á föstudaginn þar sem bæði lið mæta stigalaus til leiks.

Í nýjasta þætti Handkastsins var rætt um tap Stjörnunnar gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðasta föstudag þar sem Eyjamenn unnu með tíu marka mun 37-27.

,,Það er leiðtogaleysi Stjörnunnar sem þarf að ræða. Vandamál Stjörnunnar er að missa Tandra út þá tekur tíma að einhver úr hópnum stigi upp og verði talandi leiðtogi. Varnarlega hef ég áhyggjur af því hver á að stýra þeim. Tandri hefur myndað gott teymi  með Jóni Ásgeiri," sagði Einar Ingi Hrafnsson gestur þáttarins.

,,Það er högg fyrir liðið að missa Tandra sem leikmann en líka sem rödd og leiðtoga. Það er helsta vandamál Stjörnunnar í dag að finna einhvern til að stíga í þau spor," bætti Einar Ingi við.

,,Og ertu með einhvern? Ég er að hugsa þetta og mér dettur ekki neinn í hug til að taka við af Tandra sem leiðtoga," spurði Stymmi klippari sem er mikill Stjörnumaður.

,,Ég er sammála. Á þessum tímapunkti þarf að finna einhvern leyndan hæfileika í einhverjum í Stjörnuliðinu sem gæti tekið þennan huta. Við vitum að leiðtogahæfileikar er lærð hegðun og kemur með tímanum. Vonandi er einhver fljótur að læra og stíga upp og taka þetta hlutverk," svaraði Einar Ingi.

Jafnt var með á liðunum í upphafi leiks en um miðbik fyrri hálfleiks fóru Eyjamenn framúr Garðbæingunum.

,,Þetta var allt í lagi fyrstu 20 mínúturnar þegar Stjarnan var 1-2 mörkum undir en þegar þetta fer í 3-4 mörk þá sástu hvað þeir urðu pínu litlir og höfðu enga trú á þessu verkefni. ÍBV gekk á lagið og slátruðu þeim í seinni hálfleik," sagði Stymmi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top