Óli gerði Stjörnunni greiða og lék gegn ÍBV
Eyjólfur Garðarsson)

Ólafur Brim Stefánsson (Eyjólfur Garðarsson)

Það vakti athygli margra að Ólafur Brim Stefánsson hafi gengið í raðir Stjörnunnar í síðustu viku sama dag og liðið lék gegn ÍBV í 2.umferð Olís-deildarinnar. ÍBV vann leikinn með tíu mörkum og var Ólafur Brim í leikmannahópi Stjörnunnar og lék með liðinu í leiknum.

Stjarnan er í meiðsla vandræðum um þessar mundir auk þess sem Jón Ásgeir Eyjólfsson tók út leikbann í leiknum gegn ÍBV eftir rautt spjald sem hann hlaut í 1.umferðinni gegn Val.

Handkastið hafði samband við Hrannar Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar og spurði út í félagaskipti Ólafs í Stjörnuna en Ólafur Brim lék með Herði í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð en Handkastið hefur greint frá því að hugur hans leiti út fyrir landsteinana.

,,Óli hefur æft með okkur síðan í sumar þar sem hann var félagslaus og fluttur í bæinn. Ég held að það sé ekkert leyndamál að hann er að reyna koma sér út," sagði Hrannar og bætti við:

,,Við lentum í meiðsla vandræðum fyrir ÍBV leikinn og Jón Ásgeir var dæmdur í bann þannig hann gerði okkur greiða og var með okkur í leiknum gegn ÍBV og á sama tíma erum við að hjálpa honum að fá spil mínútur í kroppinn. Hvað þetta verður lengi og hvernig framhaldið verður er algjörlega óljóst. Við tökum einn leik fyrir í einu," sagði Hrannar.

Stjarnan tekur á móti HK í 3.umferð Olís-deildarinnar á föstudagskvöldið klukkan 19:00. Bæði lið eru stigalaus fyrir leikinn og því er mikið undir fyrir bæði lið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top