Birgir Steinn Jónsson ((Raggi Óla)
Fyrsta umferðin í sænska úrvalsdeildinni hófst í kvöld með leikjum þar sem Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra. Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í Amo tóku á móti Birgi Stein Jónssyni og félögum í Sävehof en þetta var fyrsti leikur Birgis Steins í deildinni fyrir félagið. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk úr sjö skotum og gaf að auki þrjár stoðsendingar en Amo sigraði leikinn í hörkuleik, 34-32. Birgir Steinn skoraði tvö mörk úr þremur skotum og gaf einnig þrjár stoðsendingar. Arnór Viðarsson og félagar í Karlskrona áttu einnig heimaleik í kvöld en þeir tóku á móti Eskilstuna Guif, Arnór skoraði ekki mark í leiknum en lét finna vel fyrir sér í vörninni og fékk eina brottvísun en Karlskrona vann góðan sigur, 30-26. Í hinum þremur leikjum kvöldsins unnust allir þrír á útivelli en IFK Skövde sigraði lið Hallby, 27-34, Önnereds sigraði nýliðana í VästeråsIstra nokkuð örugglega, 25-33 og að lokum unnu HK Malmö góðan sigur á Alingsås HK, 35-40.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.