Björgvin Páll Gústavsson (Sævar Jónasson)
Nú rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit Powerade-bikars karla í Minigarðinum. Það verða áhugaverðar viðureignir í 16-liða úrslitunum en hæst ber sennilega að nefna viðureign Hauka og Vals sem og viðureign Aftureldingar og ÍBV. Auk þess mætast HK - Selfoss og ÍR - Þór. Stjarnan fer í Grafarvoginn og heimsækir Grill66-deildarlið Fjölnis. FH fer á Nesið og mætir Gróttu og bikarmeistarar Fram mæta Víkingum. KA ferðast til Vestmannaeyja og mætir ÍBV 2. Hér að neðan er hægt að sjá viðureignirnar átta sem fram fara í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. 16-liða úrslit karla megin: Haukar - Valur Fjölnir - Stjarnan Afturelding - ÍBV ÍR - Þór HK - Selfoss Grótta - FH Víkingur - Fram ÍBV 2 - KA Leikirnir verða leiknir dagana 5.-6. október.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.