FH fögnuðu sigri í kvöld (J.L.Long)
Lokaleikur kvölsins fór fram í Kaplakrika þar sem FH tók á móti ÍBV. Leiknum lauk með sigri FH-inga 36-30. FH byrjaði leikinn mun betur og komst strax í 4-0 en þá tóku Eyjamenn leikhlé og náðu að koma sér inn í leikinn aftur. FH hafði alltaf frumkvæðið í leiknum og á 26 mínútur fékk Sigtryggur Daði Rúnarsson beint rautt spjald þegar hann braut á Garðari Inga leikmanni FH. Staðan í hálfleik var 19-14 FH í vil. Í síðari hálfleik skellti Jón Þórarinn Þorsteinsson markvörður FH í lás og lagði grunninn að þægilegum sigri FH á ÍBV en þeir komust mest 9 mörkum yfir. Bæði lið eru með 4 stig að loknum þrem leikjum í deildinni eftir leik kvöldsins. Markskorun FH: Símon Michael Guðjónsson 8 mörk, Einar Örn Sindrason 6, Garðar Ingi Sindrason 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Ómar Darri Sigurgeirsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Birkir Benediktsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Brynjar Narfi Arndal 1, Ágúst Birgisson 1. Markvarsla FH: Jón Þórarinn Þorsteinsson 17 varin, Daníel Freyr Andrésson 1 varið. Markaskorun ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 10 mörk, Andri Erlingsson 5, Anton Frans Sigurðsson 3, Dagur Arnarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Sveinn José RIvera 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Daníel Þór Ingason 1. Markvarsla ÍBV: Petar Jokanovic 5 varin, Morgan Goði Garner 3 varin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.