Ákveðinn að halda uppteknum hætti
J.L.Long)

Jón Þórarinn Þorsteinsson (J.L.Long)

Jón Þórarinn Þorsteinsson var stórkostlegur í marki FH annan leikinn í röð, með 17 varða bolta og rúmlega 50% markvörslu í sannfærandi sigri FH á ÍBV í 3.umferð Olís-deildar karla í kvöld. FH vann leikinn með sex mörkum 36-30.

Jón Þórarinn var í viðtal við Ingvar Örn Ákason eftir leik í Sjónvarpi Símans þar sem leikurinn var sýndur í opinni dagskrá. 

Þar var Jón spurður hvernig honum liði eftir leikinn?

,,Mjög vel. Ég get ekki sagt neitt meira.”

,,Ég var ákveðinn að halda uppteknum hætti. Það hefur einkennt mig svolítið síðustu ár að hrapa niður eftir góðan leik en ég ákvað í dag að halda áfram því sem ég hef verið að gera í síðustu leikjum,” sagði Jón sem átti stórkostlegan leik gegn Val í síðustu umferð og var í Cell Tech liði umferðarinnar í Handkastinu.

En var hann svekktur með að fá ekki að byrja í kvöld?

,,Nei alls ekki. Ég er með frábæran markmann með mér í liði. Daníel Freyr er frábær markmaður eins og maður hefur séð síðustu ár. Þetta verður alltaf samkeppni og ég fíla samkeppni. Að vera með Danna í liði, ég er að elska það.”

Að lokum var hann spurður að því hvað hann vildi að liðið tæki með sér úr þessum leik gegn ÍBV?

,,Baráttan sem við er að sýna. Það var ekki mikil barátta í fyrsta leiknum en hún var betri í síðasta leik og við héldum henni áfram í þessum leik," sagði Jón Þórarinn að lokum í viðtali við Ingvar Örn Ákason í Sjónvarpi Símans.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top