Bernard Kristján (Eyjólfur Garðarsson)
3.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Fyrsti leikur á dagskrá er leikur Hauka og ÍR á Ásvöllum sem hefst klukkan 18:30. ÍR-ingar eru með eitt stig að loknum tveimur leikjum á meðan Haukar eru með tvö stig eftir sigur á KA í síðustu umferð. Bernard Kristján Darkoh leikmaður ÍR fékk slæma meðhöndlun frá Þórði Tandra Ágústssyni leikmanni Þórs í 1.umferðinni sem dæmdur var í leikbann eftir brotið. Bernard kom ekkert við sögu meira í þeim leik og kom ekkert við sögu í síðasta leik ÍR í jafntefli liðsins gegn Selfossi á heimavelli. Bjarni Fritzson þjálfari ÍR er bjartsýnn með framhaldið hjá Bernard. ,,Bernard er allur að koma til. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn,” sagði Bjarni Fritzson í samtali við Handkastið. Leikir kvöldsins í Olís-deildinni: 18:30 Haukar - ÍR
19:00 Afturelding - KA
19:30 FH - ÍBV
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.