Guðmundur Rúnar Guðmundsson (Sævar Jónasson)
Eftir slæmt tap gegn Selfossi 2 í 1.umferð Grill66-deildarinnar mættu Fjölnismenn í Safamýrina í síðustu umferð og gerðu jafntefli gegn Víkingi. 3.umferðin í Grill66-deild karla hefst annað kvöld með einum leik þar sem Fjölnir tekur á móti Haukum 2. Umferðin klárast síðan á laugardaginn með fjórum leikjum. Í síðasta þætti Handkastsins hrósaði Stymmi klippari Fjölnismönnum fyrir að koma vel til baka eftir slæmt tap gegn Selfossi 2 í 1.umferðinni þar sem Fjölnismenn fengu á baukinn í Handkastinu sem félag í heild. ,,Stórt hrós á Fjölni eftir afhroð í 1. umferðinni gegn Selfossi 2 og taka stig af besta liðinu í Grill66-deildinni að okkar mati, Víkingi ásamt Gróttu. Fjölnir mætir á þeirra heimavöll og í rauninni tapa stigi," sagði Stymmi klippari. Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins skaut inní að honum skilst að þjálfari Fjölnis hafi spilað klippuna úr gömlum þætti Handkastsins inn í klefa fyrir leik. ,,Mér skilst að Guðmundur Rúnar hafi spilað klippuna úr síðasta þætti Handkastsins í klefanum fyrir leik, mætti með ghetto blasterinn og spilaði klippuna." ,,Það hefur gefist mjög vel, við sjáum það ár eftir ár. Ég veit ekki hversu oft ég hef spáð einhverju vitlausu. Í fyrra spáði ég því að Fjölnir myndu ekki fá stig í Olís-deildinni og síðan fá þær tvö stig strax í leiknum eftir það," sagði Stymmi klippari og hélt áfram. ,,Það hefur alltaf gefist vel að klippa Handkastið til og mótiverað leikmenn." ,,Ég hef heyrt að þú sért á gamla góða píluspjaldinu í Grafarvoginum," skaut Arnar Daði inn áður en gestur þáttarins Einar Ingi Hrafnsson tók undir orð Styrmis. ,,Ég er sammála. Ég er ánægður að Fjölnir hafi mætt almennilega til leiks og vonandi halda þeir því áfram. Þeir eiga heima í toppbaráttunni í Grill66-deildinni." Þáttinn má hlusta á hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.