Norðurlöndin: Íslendingar í aðalhlutverki
(Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Í kvöld fóru fram þrír leikir á Norðurlöndunum, tveir í Noregi og einn í Danmörku en það er óhætt að segja að Íslendingar hafi átt góðu gengi að fagna í kvöld.

Ísak Steinsson og félagar hans í Drammen sóttu sinn þriðja sigur í röð og jöfnuðu meistarana í Kolstad að stigum þegar þeir unnu lið Sandnes, 30-26. Ísak átti góðan leik fyrir Drammen en hann varði sjö skot af þeim átján sem hann fékk á sig eða 39% markvörslu.

Dagur Gautason skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum þegar lið hans Arendal tapaði á heimavelli í hörkuleik gegn Runar, 29-30.

Í Danmörku átti Kristján Örn Kristjánsson frábæran leik fyrir Skanderborg þegar þeir héldu góðu gengi sínu áfram en þeir unnu í kvöld lið HØJ Elite, 36-29 og hafa því unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Kristján Örn skoraði sjö mörk úr ellefu skotum og bætti að auki við þremur stoðsendingum og fékk líka eina brottvísun. Skanderborg sitja í öðru til þriðja sæti ásamt meisturunum í Álaborg.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top