Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 3.umferð fari í Olís deild karla. Haukar – ÍR (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Haukar Haukar náðu í sinn fyrsta sigur fyrir norðan í síðustu umferð meðan ÍR var í basli með Selfoss á heimavelli en náðu jafntefli. Bæði lið hafa verið í vandræðum með markvörsluna í fyrstu leikjum vetrarins svo ég reikna með mörkum í þessum leik og Haukarnir munu vinna þennan leik að lokum. Overs á Coolbet í leiknum er 62.5 mörk sem hefur sjaldan svikið okkur þegar ÍR er annarsvegar Afturelding – KA (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Afturelding KA fór illa með Aftureldingum í æfingarleik fyrir tímabilið. KA hafa litið mun betur út í upphafi tímabilsins en sérfræðingar reiknuðu með. Afturelding er með fullt hús stiga eftir 2 umferðir og ég reikna með að það verði engin breyting á því eftir þennan leik. Afturelding vinnur fyrsta heimaleik vetrarins. FH – ÍBV (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: FH Risa leikur í beinni í Sjónvarpi Símans. Eyjamenn taplausir í vetur meðan FH eru að koma inn í þennan leik eftir frábæran leik gegn Val. Þessi 2 lið hafa háð miklar rimmur undanfarin ár en ég tel að heimavöllurinn muni sigla þessu heim og liðin verði jöfn af stigum eftir þessa umferð. Þór – Valur (Föstudagur 18.30) / Sigurvegari: Valur Bæði lið koma með tap á bakinu inn í þennan leik. Þórsara eru að endurheimta Þórð Tandra úr banni og verða erfiðir að sækja heim í allan vetur. Valur mun vilja kvitta fyrir tapið gegn FH og koma sér á beinu brautina. Þetta verður torsóttur sigur Valsara en þeir munu sigla þessu heim undir restina. Stjarnan – HK (Föstudagur 19:00) / Sigurvegari: Stjarnan Botnslagur umferðinnar. Bæði lið án stiga þannig mikilvægi leiksins er gífurlegt. Stjarnan hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og HK er að koma úr leik þar sem þeir voru frábærir í fyrri hálfleik gegn Aftureldingu. Þessi leikur mun ráðast á síðustu mínútu leiksins og ég tel að Stjarnan muni fara með sigur af hólmi og skilja HK eftir eitt á botni deildarinnar stigalaust. Selfoss – Fram (Föstudagur 19:30) / Sigurvegari: Fram Selfoss hafa sýnt góða takta í upphafi tímabils og strax komnir á blað í deildinni. Fram hafa sýnt styrk sinn og virðast vera ógnarsterkir með breiðan hóp. Selfoss verður engin fyrirstaða fyrir Fram í þessum leik sem fara austur fyrir fjall og vinna örugglega. Línan hjá Coolbet á Fram er -3.5 og ég tel að þeir muni covera þá línu og vinna leikinn með að minnsta kosti 4 mörkum
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.