Andri Snær Stefánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Andri Snær Stefánsson þjálfari KA þurfti að sætta sig við níu marka tap liðsins í Mosfellsbæ í kvöld gegn Aftureldingu, 36-27 í 3.umferð Olís-deildar karla. KA lenti strax undir í leiknum og var að elta allan leikinn. Andri Snær sagði í viðtali við Handkastið eftir leik að það hafi vantað töluvert upp á hjá liðinu í kvöld. ,,Afturelding voru með meiri anda og meira tilbúnir í byrjun og við lendum strax í eltingarleik við þá. Við fundum ekki okkar takt í kvöld og það er erfitt að elta," sagði Andri Snær. Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur verið stórkostlegur í liði KA í upphafi móts og verið í Cell-Tech liði umferðarinnar hjá Handkastinu í fyrstu tveimur umferðunum. Bjarni fann sig hinsvegar ekki í kvöld og skoraði þrjú mörk úr átta skotum. ,,Bjarni var búinn að vera fárveikur alla vikuna og er alvöru liðsmaður að spila í dag. Við erum lið og við þurfum að fá fleiri leikmenn sem skila í púkkið. Það byggist ekkert allt í kringum Bjarna. Við þurfum samt að fá fleiri til að taka ábyrgð og það voru of margir ekki on í kvöld," sagði Andri að lokum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.