Var Jökull orðaður við Fram?
Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Fritzson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var ánægður með margt í fyrri hálfleik hjá sínu liði í tap liðsins gegn Haukum í 3.umferð Olís-deildarinnar. Haukar unnu að lokum sannfærandi 44-28 sigur.

Bjarni segist hafa litlar áhyggjur af framhaldinu en liðið er með eitt stig að loknum þremur leikjum í deildinni.

,,Ég var þokkalega ánægður með fyrri hálfleikinn, það var margt gott í honum en síðan gerum við marga tækni feila í byrjun seinni hálfleiks og þá rennur boltinn úr þessu," sagði Bjarni.

,,Við erum bara rétt að byrja. Við verðum flottir í vetur, við erum bara að vinna vinnuna sem þarf að vinna," sagði Bjarni meðal annars í viðtalinu en Bjarni var spurður út í frétt sem Handkastið birti í vikunni þar sem sagt var frá því að Fram hafi sýnt Jökli Blöndal leikmann ÍR áhuga.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top