Marel sleit krossband
Kristinn Steinn Traustason)

Marel Baldvinsson (Kristinn Steinn Traustason)

Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku því einn þeirra efnilegasti leikmaður, Marel Baldvinsson hefur slitið krossband og verður ekkert meira með liðinu á tímabilinu.

Þetta staðfesti Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við Handkastið.

Marel Baldvinsson var ekki í leikmannahópi Fram í tapinu gegn nýliðum Selfoss í 3.umferð Olís-deildarinnar á föstudaginn og það er góð og gild ástæða fyrir því. Marel hefur nefnilega slitið krossband og gengst undir aðgerð á næstu dögum.

Marel var í stóru hlutverki í 2006 landsliði Íslands sem lék á HM í Egyptalandi í sumar. Miklar væntingar voru fyrir Mareli í herbúðum Fram fyrir tímabilið þar sem hann átti að fylla skarðið sem Reynir Þór Stefánsson skildi eftir sig.

Marel lék meira og minna alla leiki Fram í fyrra og skoraði 2,8 mörk að meðaltali í leik. Auk Reynis fóru þeir Tryggvi Garðar Jónsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson einnig út í atvinnumennsku í sumar.

Í samtali við Handkastið sagði Einar Jónsson að um gríðarlegt áfall væri um að ræða bæði fyrir liðið en allra helst leikmanninn sjálfan sem væri nú á leið í aðgerð og langa og stranga endurhæfingu.

Handkastið óskar Mareli skjóts bata og hlakkar til að sjá hann inn á vellinum fyrr en síðar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top