Bergrós Ásta Guðmundsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
Nýliðar KA/Þórs halda sigurgöngu sinni áfram í efstu deild kvenna en liðið vann þriggja marka útisigur á Selfossi í kvöld 25-22 og þar með sinn þriðja leik á tímabilinu. Selfoss er hinsvegar enn stigalausar á botni deildarinnar eins og Stjarnan sem hefur leikið einum leik færra. Gestirnir í KA/Þór var marki yfir í hálfleik, 16-15. Liðið byrjaði hinsvegar seinni hálfleikinn betur og skoraði fjögur fyrstu mörkin í seinni hálfleik og komst í góða stöðu sem þær létu ekki af hendi og þriggja marka sigur staðreynd. Frábær liðssigur hjá norðanstelpum sem hafa byrjað tímabilið af miklum krafti. Það er hinsvegar ekki sömu sögu að segja af Selfoss liðinu. Ellefu leikmenn KA/Þórs skoruðu í leiknum en Susanne Pettersen var markahæst með fimm mörk. Hjá Selfossi var Hulda Dís Þrastardóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir markahæstar með sex mörk hvor. Markaskorun Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 6, Eva Lind Tyrfingsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 4, Mia Kristin Syverud 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1 Markaskorun KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Trude Blestrud Hakonsen 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Anna Petrovics 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1
Marvarsla Selfoss: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 9
Markvarsla KA/Þórs: Matea Lonac 11
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.