Grótta safnar stigum í sarpinn
Eyjólfur Garðarsson)

Alex Kári Þórhallsson (Eyjólfur Garðarsson)

Grótta fékk Hauka 2 í heimsókn í kvöld í Hertz höllina í Grill 66 deild karla.

Gangur leiksins var þannig að Gróttu menn höfðu mest megnis yfirhöndina í fyrri hálfleik en staðan var 13-12 fyrir Gróttu í hálfleik.

Gróttu menn stigu svo aðeins á bensíngjöfina í seinni hálfleik og náðu mest 6 marka forskoti er þeir fóru í 27-21 þegar 6 mínútur lifðu leiks. Hauka menn klóruðu aðeins í bakkann og náðu að minnka í 2 mörk en lokatölur leiksins urðu 30-27 fyrir Gróttu.

Engin flugeldasýning hjá heimamönnum en mikilvæg 2 stig í pokann hjá Gróttu og það verður síðan talið upp úr pokanum í vor. Verður áhugavert að sjá hvernig það endar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top