Alex Kári Þórhallsson (Eyjólfur Garðarsson)
Grótta fékk Hauka 2 í heimsókn í kvöld í Hertz höllina í Grill 66 deild karla. Gangur leiksins var þannig að Gróttu menn höfðu mest megnis yfirhöndina í fyrri hálfleik en staðan var 13-12 fyrir Gróttu í hálfleik. Gróttu menn stigu svo aðeins á bensíngjöfina í seinni hálfleik og náðu mest 6 marka forskoti er þeir fóru í 27-21 þegar 6 mínútur lifðu leiks. Hauka menn klóruðu aðeins í bakkann og náðu að minnka í 2 mörk en lokatölur leiksins urðu 30-27 fyrir Gróttu. Engin flugeldasýning hjá heimamönnum en mikilvæg 2 stig í pokann hjá Gróttu og það verður síðan talið upp úr pokanum í vor. Verður áhugavert að sjá hvernig það endar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.