Ómar Darri Sigurgeirsson (Sævar Jónasson)
HK-ingar stálu senunni þegar þeir unnu FH 33-34 á dramatískan hátt í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og þegar um 15 sekúndur voru eftir var allt jafnt 33-33 og Halldór Jóhann tók leikhlé. Ágúst Guðmundsson skoraði svo lokamarkið með frábæru skoti og FH-ingur höfðu ekki tíma til þess að svara. Lokatölur 33-34 fyrir HK-ingum eftir að staðan hafði verið 19-17 FH í vil í hálfleik. Birkir Benediktsson og Jón Bjarni Ólafsson voru markahæstir í liði FH með 7 mörk hvor og Haukur Ingi Hauksson markahæstur HK-inga með 9 mörk. HK eru því komnir á blað og sóttu þeirra fyrstu stig á tímabilinu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.