Erlingur neitaði að tala við Handkastið eftir leik
(Noushad Thekkayil / NurPhoto via AFP)

Erlingur Richardsson ((Noushad Thekkayil / NurPhoto via AFP)

Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV neitaði að mæta í viðtal við  Handkastið eftir tap liðsins gegn Selfossi í 5.umferð Olís deild karla í kvöld.

ÍBV tapaði með minnsta mun 31-30 en þetta er annað tap ÍBV á tímabilinu.

,,Afhverju ætti ég að tala við ykkur? Þið eruð búnir að vera að drulla yfir mig í tvör ár,” sagði Erlingur við sjálfboðaliða  Handkastsins á Selfossi sem vildi fá Erling í viðtal eftir leik.

Í kjölfarið óskaði Erlingur eftir því að sjálfboðaliðinn myndi ekki segja frá því að hann hafi neitað að mæta í viðtal.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top