Magnús Dagur Jónatansson (Egill Bjarni Friðjónsson)
KA menn voru til umræðu í nýjasta þætti Handkastins eftir sigur þeirra á HK í Kórnum á föstudaginn. Guðjón Guðmundsson eða Gaupi eins og hann er alltaf kallaður sá þá spila gegn Aftureldingu í þar síðustu umferð og fannst þeir ekki sannfærandi en í sigri liðsins gegn HK í síðustu viku var það sérstaklega einn leikmaður sem gerði það að verkum að KA fór með sigur af hólmi að mati Gaupi og hann heitir Magnús Dagur Jónatansson. ,,Hann var frábær í þessum leik, skilaði sínu nánast óaðfinnanlega. Þetta er strákur sem hefur verið í miklum meiðslum, gríðarlegt efni. Hann hefur verið svolítið í skugganum á Degi Árna Heimissyni og fleirum á síðustu árum en þarna sýndi hann hvers hann er megnugur með 6 mörk úr 6 skotum." Þetta verða að teljast gífurlega góðar fréttir fyrir KA ef Magnús Dagur ætlar að finna sitt fyrr form því hann hefur verið að glíma við gífurlega erfið meiðsli í olnboga sem hafa haldið honum handbolta og urðu til þess að hann datt úr unglingalandsliðinu. 5.umferðin í efstu deild karla: Í kvöld:
18:00 Þór - Stjarnan
18:15 KA - ÍR
18:30 Selfoss - ÍBV
19:00 Afturelding - Fram
19:15 FH - HK
19:30 Haukar - Valur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.