Landin orðinn klár og Ágúst Elí kveður Álaborg
Petr David Josek / POOL / AFP)

Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)

Þegar dönsku meistararnir í Álaborg vöknuðu upp við vondan draum þegar einn besti markvörður í heimi Niklas Landin meiddist stuttu fyrir mót kom Íslendingurinn Ágúst Elí Björgvinsson inn með stuttum fyrirvara á lánssamningi frá Ribe Esbjerg.

Nú hefur Niklas Landin náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í upphafi ágúst mánaðar og dvö Ágústar Elí hjá dönsku meisturunum þar með lokið. Ágúst Elí lék sinn síðasta leik með Álaborg á sínum gamla heimavelli í Kolding um helgina.

Það var með stuttum fyrirvara sem Ágúst Elí var fenginn sem lánsmaður til Álaborgar í ágúst. Samningurinn var tilkynntur 7. ágúst og sama dag hitti hann nýju liðsfélaga sína – á nokkuð óhefðbundinn hátt.

,,Við sóttum við hann í Kolding á leiðinni í æfingaferð til Þýskalands og gátum kynnt nýjan leikmann fyrir liðinu í rútunni," sagði Simon Dahl, þjálfari Aalborg, við Nordjyske.dk.

Síðan þá hefur Ágúst Elí verið traustur og stöðugur varamarkmaður og leysti stöðuna vel í fjarveru Niklas Landin.

Ágúst Elí kom við sögu í bikarsigrinum gegn Kolding á dögunum og kom með sterka innkomu í seinni hálfleikinn og hjálpaði til við að klára leikinn fyrir Álaborg, sem tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Santander-bikarsins í Danmörku með sigrinum á Álaborg.

Nú fer Ágúst Elí aftur til síns liðs í Ribe Esbjerg þar sem framundan er mikil samkeppni þriggja markvarða hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top