Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)
Þegar dönsku meistararnir í Álaborg vöknuðu upp við vondan draum þegar einn besti markvörður í heimi Niklas Landin meiddist stuttu fyrir mót kom Íslendingurinn Ágúst Elí Björgvinsson inn með stuttum fyrirvara á lánssamningi frá Ribe Esbjerg. Nú hefur Niklas Landin náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í upphafi ágúst mánaðar og dvö Ágústar Elí hjá dönsku meisturunum þar með lokið. Ágúst Elí lék sinn síðasta leik með Álaborg á sínum gamla heimavelli í Kolding um helgina. Það var með stuttum fyrirvara sem Ágúst Elí var fenginn sem lánsmaður til Álaborgar í ágúst. Samningurinn var tilkynntur 7. ágúst og sama dag hitti hann nýju liðsfélaga sína – á nokkuð óhefðbundinn hátt. ,,Við sóttum við hann í Kolding á leiðinni í æfingaferð til Þýskalands og gátum kynnt nýjan leikmann fyrir liðinu í rútunni," sagði Simon Dahl, þjálfari Aalborg, við Nordjyske.dk. Síðan þá hefur Ágúst Elí verið traustur og stöðugur varamarkmaður og leysti stöðuna vel í fjarveru Niklas Landin. Ágúst Elí kom við sögu í bikarsigrinum gegn Kolding á dögunum og kom með sterka innkomu í seinni hálfleikinn og hjálpaði til við að klára leikinn fyrir Álaborg, sem tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Santander-bikarsins í Danmörku með sigrinum á Álaborg. Nú fer Ágúst Elí aftur til síns liðs í Ribe Esbjerg þar sem framundan er mikil samkeppni þriggja markvarða hjá félaginu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.