Markaregn fyrir Norðan
Egill Bjarni Friðjónsson)

Magnús Dagur Jónatansson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Það var sannkallað markaregn í KA heimilinu í kvöld þegar heimamenn í KA tóku á móti ÍR en lokatölur í leiknum urðu 41-36.

ÍR byrjuðu leikinn örlítið betur en KA menn voru fljótir að ná vopnum sínum og leiddu í hálfleik 22-18.

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, lítið var um markvörslu og mörkunum rigndi inn fyrir norðan.

Lokatölur í leiknum voru eins og fyrr segir 41-36, 77 mörk takk fyrir!

Morten Linder og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir KA í leiknum en Baldur Fritz Bjarnason var markahæstur hjá ÍR-ingum með 9 mörk.

KA menn eru því komnir með 6 stig í deildinni meðan ÍR sitja í 11.sæti deildinnar með 1 stig af 5. umferðir.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top