Selfoss unnu Suðurlandsslaginn
Sigurður Ástgeirsson)

Tryggvi Sigurberg Traustason (Sigurður Ástgeirsson)

Selfyssingar fengu Eyjamenn í heimsókn til sín í kvöld í sannkölluðum Suðurlandsslag.

Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu 4 marka forskoti í fyrri hálfleik en Selfyssingar náðu góðum lokakafla og minnkuðu muninn í 14-15 en þannig var staðan í hálfleik.

Selfyssingar komu svo miklu sterkari út í síðari hálfleik og voru komnir með 4 marka forskot eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik.

ÍBV reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn og en Selfoss héldu þeim í skefjum alveg þangað til 1 mínúta var eftir af leiknum en þá náðu Eyjamenn loksins að jafna leikinn í 30-30.

Selfyssingar tóku leikhlé og Tryggi Sigurberg skoraði sigurmark leiksins þegar um 10 sekúndur voru eftir. Eyjamenn tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn en skot Sigtryggs Daða Rúnarssonar var varið af Selfoss vörninni. Kristófer Ísak Bárðarson reyndi svo að skora úr aukakastinu en tókst ekki.

Stórkostlegur sigur Selfyssingar var því staðreynd og þeir halda áfram að koma á óvart í efstu deild karla og eru með 5 stig eftir 5.umferðir.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top