Var Einar að láta pirring út í stjórnina bitna á boltanum
Eyjólfur Garðarsson)

Einar Jónsson (Eyjólfur Garðarsson)

Hegðun Einars Jónssonar þjálfara Fram á hliðarlínunni í tapi liðsins gegn Haukum í 4.umferð efstu deildar karla í síðustu viku var til umfjöllunar í Handboltahöllinni.

Þar var sýnt frá tveimur atvikum þar sem Einar Jónsson fékk gult spjald og Fram misstu boltann í kjölfarið og einnig þegar Einar sparkaði boltanum inn á völlinn og fékk að launum tvær mínútur.

,,Einar Jónsson þjálfari Fram er ofboðslega tilfinningaríkur maður, það vinnur oftast með honum en stundum á móti. Það gerði það kannski í þessum leik í tveimur augnablikum,” sagði Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar.

Mikið hefur gengið á í herbúð Fram undanfarna daga en Marel Baldvinsson sleit krossband og þá var Rúnar Kárason frá vegna meiðsla. Illa hefur gengið hjá liðinu að fylla þau skörð.

Einar Ingi Hrafnsson velti því fyrir sér hvort Einar Jónsson væri að láta pirring sinn í ljós í þessum atvikum.

,,Láta pirring út í stjórnina bitna á boltanum," velti Einar Ingi fyrir sér.

5.umferðin í efstu deild karla:

Í kvöld:
18:00 Þór - Stjarnan
18:15 KA - ÍR
18:30 Selfoss - ÍBV
19:00 Afturelding - Fram
19:15 FH - HK
19:30 Haukar - Valur

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top