Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson (Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Í kvöld fengu Fjölnis menn liðsmenn Hvíta Riddarans í heimsókn í Egilshöll. Stutt er síðan liðin mættust í bikarkeppninni þar sem Fjölnir hafði betur. Fjölnir voru hinsvegar í langþráðri leit að fyrsta sigri sínum í deildinni en þeir höfðu aðeins náð í eitt jafntefli og það var á móti Víking í Safamýri. Skemmst er frá því að segja að Fjölnir hafði sigur úr býtum. Sigurinn var sanngjarn og leiddu heimamenn allan leikinn. Í hálfleik var staðan 16-10 fyrir Fjölni og endaði leikurinn 31-29 fyrir heimamenn. Athygli vakti að Júlíus Flosason er kominn í raðir Fjölnis að láni frá HK. Aðalsteinn Aðalsteinsson var markahæstur hjá Fjölni með 8 mörk. Bergur Bjartmarsson varði 11 skot. Hjá Hvíta Riddaranum var gleðigjafinn Aron Valur Gunnlaugsson með 8 mörk. Sölvi og Eyþór vörðu 10 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.