Þægilegt dagsverk hjá Víking
Kristinn Steinn Traustason)

Jóhann Reynir Gunnlaugsson (Kristinn Steinn Traustason)

ÍH-ingar fengu Víkinga í heimsókn í kvöld í Krikann í Grill 66 deild karla.

Sigurinn var öruggur og þægilegur enda þónokkur getumunur á milli liðanna.

Í hálfleik var staðan 11-19 fyrir Víking og lokatölur 26-37.

Kristófer Snær Þorgeirsson, hornamaðurinn eldfljóti, var markahæstur með 8 mörk hjá Víking. 14 boltar varðir frá Daða Bergmann og Hilmari.

Hjá ÍH var Bjarki Jóhannsson markahæstur með 8 mörk. Og markmenn þeirra Kristján Rafn og Jóhannes Andri með 15 skot hjá þeim.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top