Jóhann Reynir Gunnlaugsson (Kristinn Steinn Traustason)
ÍH-ingar fengu Víkinga í heimsókn í kvöld í Krikann í Grill 66 deild karla. Sigurinn var öruggur og þægilegur enda þónokkur getumunur á milli liðanna. Í hálfleik var staðan 11-19 fyrir Víking og lokatölur 26-37. Kristófer Snær Þorgeirsson, hornamaðurinn eldfljóti, var markahæstur með 8 mörk hjá Víking. 14 boltar varðir frá Daða Bergmann og Hilmari. Hjá ÍH var Bjarki Jóhannsson markahæstur með 8 mörk. Og markmenn þeirra Kristján Rafn og Jóhannes Andri með 15 skot hjá þeim.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.