Ekki í fyrsta skipti sem Erlingur mætir ekki í viðtal
Attila KISBENEDEK / AFP)

Erlingur Richardsson (Attila KISBENEDEK / AFP)

Handkastið greindi frá því í gærkvöldi að Erlingur Birgir Richardsson þjálfari ÍBV neitaði að mæta í viðtal við Handkastið eftir óvænt tap liðsins gegn nýliðum Selfoss í 5.umferð efstu deildar karla.

Selfoss hafði betur 31-30 eftir rosalegan lokakafla þar sem Selfoss skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Rætt var um ákvörðun Erlings í nýjasta þætti Handkastsins sem tekinn var upp strax eftir leiki gærkvöldsins en heil umferð fór fram í efstu deild karla í gærkvöldi.

Þar spurði þáttastjórnandinn, Stymmi klippari gestina um þeirra viðbrögð yfir ákvörðun Erlings að vilja ekki mæta í viðtal við Handkastið eftir leik.

,,Ég kann afar vel við Erling Birgi og hef átt frábær samskipti við hann. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur ekki mætt í viðtal. Auðvitað á það að vera vinnuregla hjá þjálfurum að mæta í viðtal, hvort sem það er hjá Eyjafréttum, MBL, Vísi, Handkastið eða Handbolta.is,“ sagði Davíð Már Kristinsson einn af gestum Handkastsins þegar hann var spurður álits.

,,Hann sagði orðrétt: Afhverju ætti ég að koma í viðtal til ykkar. Þið hafið verið að drulla yfir mig í tvö ár. Höfum við verið að drulla yfir hann í tvö ár? Ég er að fara til Vestmannaeyja um helgina, þarf ég lögreglufylgd? Þarf ég að heyra í Nökkva?” bætti Stymmi klippari við áður en Ásgeir Gunnarsson annar af gestum þáttarins tók til máls. 

,,Það er verið að reyna lyfta handboltanum upp og það hefur verið að gera rosalega mikið í þessu núna á þessu tímabili með tilkomu fréttasíðu Handkastsins og aðrar síður hafa gefið í, sem er frábært. Það er verið að reyna gera íþróttina betri. Þetta eru auðvitað bara sjálfboðaliðar sem eru að taka þessi viðtöl sem eru að reyna fá viðbrögð eftir leikina sem við vorum annars ekki að fá.”

,,Ég get alveg sagt hlustendum það að þegar þessi viðtöl eru tekin eftir leik, við erum ekki að reyna búa til einhverja æsifréttamennsku úr þessum viðtölum," sagði Stymmi klippari.

Umræðuna má hlusta á í nýjata þætti Handkastsins en umræðan hefst eftir rúmlega 25 mínútur í þættinum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top