Hákon Garri Gestsson (Sigurður Ástgeirsson)
Fram 2 fékk Selfoss 2 í heimsókn í dag í Lambhagahöllina í Grill 66 deild karla. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið mikil markasúpa. Fáheyrðar lokatölur. 45-42 fyrir Fram 2. Vonandi að leikmenn beggja liða leggi meira púður í varnarleikinn í næsta leik. 27-22 var staðan í hálfleik fyrir Fram. Hákon Garri Gestsson var markahæstur hjá Selfossi með 17 mörk. Hjá Fram var Max Emil Stenlund með 13 mörk.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.