Stræóskýlið ValurValur ((Baldur Þorgilsson)
Valur 2 fór í dag til Eyja og spilaði við HBH í Grill 66 deild karla. Úr varð hin fínasta skemmtun í Gamla salnum góða. Fór það svo að Valur 2 höfðu sigur úr býtum 27-30 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15. Logi Finnsson var atkvæðamestur hjá Val 2 með 8 mörk. Markvarslan skilaði þeim 7 boltum. Hjá HBH var línutankurinn Hinrik Hugi Heiðarsson markahæstur með 7 mörk. Markvarslan skilaði þeim 9 boltum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.