Endjis Kusners ((Eyjólfur Garðarsson)
HK 2 fengu Harðverja frá Ísafirði í heimsókn í dag í Kórinn í Grill 66 deild karla. Harðverjar réðu lögum og lofum allan leikinn og unnu sannfærandi sigur 25-41 eftir að hafa verið yfir 12-18 í hálfleik. Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigurinn öruggur og afar sanngjarn. Jose Neto var með enn einn stórleikinn og setti 13 mörk. Endnijs Kusners setti svo 8 mörk. Markmenn Harðar vörðu 9 skot. Hjá HK 2 var Styrmir Hugi Sigurðarson langbestur með 13 mörk. Markvarsla þeirra var ekki til útflutnings og aðeins 3 varin skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.