Danmörk: Erfiður dagur hjá Íslendingunum
Attila KISBENEDEK / AFP)

Elvar Ásgeirsson (Attila KISBENEDEK / AFP)

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í dag en Íslendingalið komu við sögu í þremur þeirra.

Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg tóku á móti Mors-Thy á heimavelli sínum í dag. Kristján Örn átti erfitt uppdráttar í dag en hann skoraði tvö mörk úr níu skotum og liðið þurfti að lúta lægra haldi fyrir gestunum, 28-31 en Mors-Thy hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og eru efstir með ellefu stig eftir sex leiki.

Ringsted tók á móti Bjerringbro-Silkeborg þar sem Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson voru að vanda í liði heimamanna. Eins og með Kristján Örn áttu Guðmundur Bragi og Ísak erfitt uppdráttar í dag en Guðmundur Bragi skoraði tvö mörk úr fimm skotum og gaf eina stoðsendingu á meðan Ísak skoraði bara eitt mark úr fjórum skotum og gaf einnig eina stoðsendingu. Eftir að hafa aðeins verið tveimur mörkum undir í hálfleik áttu heimamenn aldrei möguleika í seinni hálfleiknum og gestirnir unnu nokkuð öruggan níu marka sigur á Ringsted, 23-32.

Það var þó eitt Íslendingalið sem sótti sigur í dag en það var Ribe-Esbjerg. Þeir mættu Nordsjælland á útivelli og unnu góðan sigur, 27-32 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 14-13. Elvar átti fínan leik fyrir gestina, skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og gaf þrjár stoðsendingar.

Seinasti leikur dagsins var síðan þegar fyrrum lærisveinar Guðmundar Þ. Guðmundssonar í Fredericia mættu Skjern á útivelli. Leiknum lauk með naumum tveggja marka sigri Skjern, 30-28.

Úrslit dagsins:

Skanderborg 28-31 Mors-Thy

Ringsted 23-32 Bjerringbro-Silkeborg

Nordsjælland 27-32 Ribe-Esbjerg

Skjern 30-28 Fredericia

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top