Norðurlöndin: Mikið um að vera hjá Íslendingaliðunum
KERSTIN JOENSSON / AFP)

Elín Klara Þorkelsdóttir (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Það voru margir leikir í Noregi og Svíþjóð í dag hjá Íslendingaliðunum í bæði deildarkeppni og evrópu.

Í Portúgal komust Sävehof áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar kvennamegin þegar liðið sló út Benfica með sigri, 27-29. Samanlagt endaði viðureignin með sigri sænska liðsins, 58-55. Elín Klara Þorkelsdóttir hélt uppteknum hætti með Sävehof en hún skoraði sjö mörk í dag.

Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð unnu Berta Rut Harðardóttir og liðsfélagar hennar góðan sigur á Kungälvs HK á heimavelli, 38-29. Berta Rut skoraði tvö mörk úr fjórum skotum.

Karlamegin fór fram einn leikur þegar Karlskrona mætti Hammarby IF á útivelli sem margir spá deildarmeistaratitlinum í ár. Hammarby voru einfaldlega nokkrum númerum of stórir fyrir gestina og unnu góðan sigur, 40-30. Arnór Viðarsson var í liði Karlskrona og skoraði tvö mörk úr fjórum skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk eina brottvísun að auki.

Í Norsku úrvalsdeildinni voru tvö Íslendingalið að spila í dag. Sandefjord tapaði stórt fyrir Follo á útivelli, 35-26 en Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var hvergi sjáanlegur í hóp liðsins.

Í seinni leik dagsins gerðu Elverum jafntefli við Bergen í hörkuleik, 23-23. Tryggvi Þórisson var ekki í liði gestanna í Elverum í dag eins og undanfarna leiki.

Úrslit dagsins:

Benfica 27-29 Sävehof

Kristianstad 38-29 Kungälvs HK

Hammarby IF 40-30 Karlskrona

Follo 35-26 Sandefjord

Bergen 23-23 Elverum

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top