Kim Holger Josafsen Nielsen og Sebastian - Hans Knud Folmer Jensen (Valur handbolti)
Valur 2 landaði góðum sigri í Grill66 deild karla þegar þeir sóttu lið HBH heim til Vestmannaeyja í lokaleik 5.umferðar í Grill66-deildinni í dag. Það sem vakti kannski hvað mesta athygli í þessum leik var tveir Grænlendingar léku með liði Vals 2 í leiknum. Um er að ræða þá Kim Holger Josafsen Nielsen og Sebastian Hans Knud Folmer Jensen en þeir voru að spila sinn fyrsta leik á Íslandi í kvöld. Í tilkynningu frá Valur handbolti segir að þeir hafa verið valdir til æfinga með landsliðum Grænlands, sem sækir U20 ára landslið Íslands heim í lok október. Báðir fengu þeir félagaskipti yfir í Val frá Danmörku á dögunum. Hvorugur þeirra komst á blað í leiknum en það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í Grill66-deildinni í vetur. Valur vann leikinn með þremur mörkum 30-27 þar sem Logi Finnsson var markahæstur Vals 2 með átta mörk.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.