Bikarævintýri ÍBV 2 lokið
Sævar Jónsson)

Sigurður Bragason (Sævar Jónsson)

Fyrsti leikur í 16 liða úrslitum bikarkeppninar fór fram í Vestmannaeyjum í dag þegar KA menn komu í heimsókn.

ÍBV 2 komu öllum á óvart þegar þeir unnu Hörð í 32 liða úrslitum keppninnar eins og frægt er orðið.

Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru mörg kunnuleg andlit í liði ÍBV 2. Þeir leiddu leikinn 16-14 í hálfleik og voru menn farnir að velta fyrir sér hvort annað bikarævintýri væri í uppsiglingu.

KA mættu þó tvíelfdir til leiks í síðari hálfleik og voru snöggir á ná undirtökunum. Það sást vel í síðari hálfleik að það vantaði töluvert upp á leikformið hjá lykilmönnum ÍBV 2 og KA sigldu fram úr og unnu að lokum öruggum 8 marka sigur 25-33.

Sigurbergur Sveinsson tók skónna fram á ný fyrir þennan leik og var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk. Jens Bragi Bergþórsson var markahæstur hjá KA með 8 mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top