Carlos er að vinna þrekvirki á Selfossi
Sigurður Ástgeirsson)

Hannes Höskuldsson (Sigurður Ástgeirsson)

Óvæntustu úrslitin í 5.umferð efstu deildar karla litu dagsins ljós á Selfossi þegar Selfoss vann ÍBV með minnsta mun 31-30 eftir spennuþrunginn leik á fimmtudagskvöldið.

Annar sigur Selfoss í deildinni staðreynd og liðið sótt í fimm stigum í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Í nýjasta þætti Handkastsins var sigur Selfoss gegn ÍBV ræddur og farið yfir frábært gengi liðsins í upphafi móts.

,,Þetta er geggjaður sigur og Alexander Hrafnkelsson lagði grunninn með 38% markvörslu. Hannes Höskuldsson hefur verið stórkostlegur hjá þeim það sem af er móti,” sagði Davíð Már Kristinsson og bætti við.

,,Það er líka bara svo gaman að sjá Selfoss aftur í efstu deild, þvílík saga og hefð og mikill handboltabær. Það sem Selfoss býr líka að er að í mörg ár hafa þeir verið með fjölmenna flokka í 5., 4. og 3.flokki. Þá er auðvitað hægt að elda með svona hráefni.”

Stymmi klippari hafði ekki mikla trú á Selfoss liðinu í vetur og hefur margoft rætt að hann hafi verið hræddur um að Selfoss hafi farið einu ári of snemma upp í deild þeirra bestu.

,,Við bjuggumst við að þessir strákar yrði tilbúnir eftir 2-3 ár en ekki strax.  Þeir eru komnir með fimm stig sem eru fimm stigum meira en helvítis klipparinn var búinn að reikna með.”

,,Carlos Martin er að vinna þrekvirki, þeir eru ótrúlega agðair og þekkja sín mörk. Þeir eru ekki að reyna neitt, leita bara af færum og fá ekki mörk auðveld mörk í bakið,” sagði Stymmi klippari.

Davíð Már bætti við að það virðist hafa verið happafengur fyrir Selfoss að hafa fengið Carlos til sín sumarið 2023 sem aðstoðarþjálfari liðsins en hann tók við liðinu síðasta sumar.

,,Það virðist hafa verið happafengur fyrir Selfoss að hafa fengið Carlos. Mótið er auðvitað bara ný byrjað, við sáum Gróttu byrja vel á síðustu leiktíð og svo féllu þeir. Þetta er svo sannarlega góð byrjun en þeir munu fá skelli á útivelli en heimavöllurinn er þeirra vígi," sagði Davíð Már Kristinsson að lokum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top