Fyrsti sigur ÍR á tímabilinu
Egill Bjarni Friðjónsson)

Baldur Fritz Bjarnason (Egill Bjarni Friðjónsson)

Úrvalsdeildarlið ÍR og Þórs áttust við í stórleik dagsins í bikarkeppni karla í Breiðholtinu í dag.

Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir í 4 marka forskot eftir um 10 mínútna leik með Nikola Radovanovic í fantaformi í markinu.

ÍR náði þó að bíta í skjaldarrendur undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik og staðan var 15-16 Þór í vil.

Síðari hálfleikur var nánast spegilmynd af þeim fyrri þar sem Þórsarar byrjuðu leikinn betur og voru þeir komnir í 3 marka forskot.

ÍR byrjaði hægt og rólega að minnka muninn og var staðan orðin jöfn þegar 15 mínútur voru til leiksloka.

Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifði leiks en það var Jökull Blöndal sem tryggði ÍR sigurinn þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum með skoti fyrir utan.

Lokatölur urðu 33-32 ÍR í vil sem eru komnir í 8 liði úrslit í bikarkeppninni.

Baldur Fritz Bjarnason var markahæstur ÍR-inga með 13 mörk en Oddur Gretarsson var markahæstur hjá Þór með 12 mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top