Fyrsti sigur ÍR á tímabilinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Baldur Fritz Bjarnason (Egill Bjarni Friðjónsson)

Úrvalsdeildarlið ÍR og Þórs áttust við í stórleik dagsins í bikarkeppni karla í Breiðholtinu í dag.

Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir í 4 marka forskot eftir um 10 mínútna leik með Nikola Radovanovic í fantaformi í markinu.

ÍR náði þó að bíta í skjaldarrendur undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik og staðan var 15-16 Þór í vil.

Síðari hálfleikur var nánast spegilmynd af þeim fyrri þar sem Þórsarar byrjuðu leikinn betur og voru þeir komnir í 3 marka forskot.

ÍR byrjaði hægt og rólega að minnka muninn og var staðan orðin jöfn þegar 15 mínútur voru til leiksloka.

Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifði leiks en það var Jökull Blöndal sem tryggði ÍR sigurinn þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum með skoti fyrir utan.

Lokatölur urðu 33-32 ÍR í vil sem eru komnir í 8 liði úrslit í bikarkeppninni.

Baldur Fritz Bjarnason var markahæstur ÍR-inga með 13 mörk en Oddur Gretarsson var markahæstur hjá Þór með 12 mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top