Birgir Steinn Jónsson ((Raggi Óla)
Það var spilað í bæði Svíþjóð og Noregi í dag en fimm Íslendingalið voru í eldlínunni. Við byrjum í Svíþjóð þar sem Amo varð fyrsta liðið til að vinna Malmö sem voru á toppnum fyrir leik dagsins. Arnar Birkir Hálfdánsson átti flottan leik í liði heimamanna en hann skoraði sex mörk úr tíu skotum, gaf tvær stoðsendingar og fékk eina brottvísun að auki. Heimamenn unnu gríðarlega öflugan sigur á gestunum, 28-25 fyrir Amo en sigurinn var einnig kærkominn fyrir þá því þeir höfðu tapað seinustu þremur leikjum sínum. Birgir Steinn Jónsson og liðsfélagar hans í Sävehof unnu gríðarlega þægilegan sigur á Eskilstuna Guif, 24-37 en sigurinn var aldrei í hættu en gestirnir leiddu með ellefu mörkum í hálfleik, 9-20. Birgir Steinn átti fínan leik en hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Í Noregi héldu meistararnir í Kolstad sigurgöngu sinni áfram en í dag unnu þeir Bækkelaget, 32-27 þar sem Benedikt Gunnar Óskarsson var frábær í liði heimamanna. Benedikt Gunnar skoraði fimm mörk úr sjö skotum og gaf sex stoðsendingar að auki. Sigvaldi Björn Guðjónsson hafði frekar hægt um sig í dag en hann skoraði eitt mark úr tveimur skotum. Arnór Snær Óskarsson komst ekki á blað en gaf eina stoðsendingu og Sigurjón Guðmundsson fékk tækifæri í markinu og varði tvö skot af þeim sjö sem hann fékk á sig eða 29% markvörslu. Drammen með Ísak Steinsson innanborðs tapaði fyrir Fjellhammer á heimavelli, 29-32. Ísak var í markinu nánast allan tímann og varði þrettán skot af þeim fjörutíu og þremur sem hann fékk á sig og einnig varði hann tvö víti af fimm eða um það bil 32% markvarsla. Dagur Gautason var frábær í liði Arendal sem sigraði Kristiansand á heimavelli, 36-31. Dagur skoraði átta mörk úr níu skotum og var markahæstur í liði heimamanna. Úrslit dagsins: Amo 28-25 Malmö HK Guif 24-37 Sävehof Kolstad 32-27 Bækkelaget Drammen 29-32 Fjellhammer Arendal 36-31 Kristiansand
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.